22/11/2024

Varað við vatnsveðri

640-vatn1
Veðurstofan og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vara við talsverðri rigningu og stífri norðanátt austantil á landinu í nótt. Þá er búist við mikilli úrkomu á Norðurlandi og Ströndum á morgun, einkum í Árneshreppi ef marka má úrkomuspákort Veðurstofunnar. Þeim tilmælum er beint til almennings á þessum svæðum að huga vel að holræsum og niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir. Þá geti sömuleiðis skapast flóða- og skriðuhætta á þessum slóðum, og í aðstæðum sem þessum sé ekki hægt að útiloka staðbundin skyndiflóð sem geti valdið tjóni, til dæmis á Tröllaskaga.