22/12/2024

Útsvarið lægst í Bæjarhreppi

Riis hús á BorðeyriSveitarfélög á landinu eru nú búin að ákveða útsvarsprósentu fyrir árið 2005. Flest þeirra fullnýta þá heimild sem þau hafa til þessarar skattlagningar eða 71 af 101 sveitarfélagi. Hámarksálagning er 13,03%, en aðeins 5 sveitarfélög leggja lágmarksupphæðina á íbúa sína eða 11,24%. Nokkur sveitarfélag hækka útsvarsprósentuna nú á milli ára og hækkar því meðalútsvar úr 12,83% í 12,98%. Þetta breytir boðaðri 1% skattalækkun um áramótin í 0,85% að jafnaði.

Á Ströndum og reyndar Vestfjörðum öllum er útsvarið lægst í Bæjarhreppi árið 2005 eða 12,5%. Ef litið er til baka hefur útsvarið þar reyndar verið lægst síðustu 5 árin. Næstlægst er útsvarið í Broddaneshreppi eða 12,7% en í öðrum sveitarfélögum á Ströndum og Vestfjörðum er hámarksheimildin nýtt og útsvarið 13,03%. Útsvarið hefur aðeins breyst á milli ára í Bæjarhreppi og hækkar nú úr 12,3%.