30/10/2024

Útivist á Ströndum

Í neðri dálkinum hér vinstra megin á strandir.saudfjarsetur.is er kominn nýr tengill sem heitir Útivist á Ströndum. Hann er ætlaður fyrir hverskyns ferðasögur af Ströndum og með tímanum safnast þar vonandi fyrir skemmtilegar leiðarlýsingar og ferðasögur af svæðinu. Öllum er velkomið að senda inn sína frásögn af útivistarævintýri sínu á Ströndum, hvaðan af landinu sem þeir koma. Á Ströndum er ótrúlegur fjöldi af hverskyns spennandi útivistarmöguleikum allt sunnan úr Hrútafirði og á nyrstu slóðir Stranda, jafnt sumar sem vetur. Hvort sem þú lumar á lítilli eða stærri frásögn, þá á hún sannarlega erindi þar inn og getur eflaust orðið hvatning til annarra að feta sömu slóð. Sendið ykkar ferðasögur á strandir@strandir.saudfjarsetur.is og þær munu birtast hér fyrir almenningssjónum.