26/12/2024

Útgáfugleði í Iðnó á sunnudag

Hrafn í TrékyllisvíkBoðið er til útgáfugleði í Iðnó á sunnudaginn klukkan 15:00 vegna bókar Hrafns Jökulssonar: Þar sem vegurinn endar. Bókin hefur fengið hefur frábærar viðtökur, en sögusvið hennar er Árneshreppur á Ströndum sem kunnugt er. Í bókinni eru fléttaðar saman minningar Hrafns og vangaveltur um lífið og tilveruna og gamlar sagnir úr Trékyllisvík. Hófið er jafnframt haldið til að kynna útgáfubækur Skugga forlags, sem stofnað var á vordögum. Allir eru velkomnir í útgáfugleðina, en Strandamenn alveg sérstaklega. Boðið verður upp á veitingar úr Árneshreppi, og heiðursgestinn Guðmund Jónsson frá Stóru-Ávík. Iðnó er við Reykjavíkurtjörn, gegnt Ráðhúsinu.