Samkvæmt heimildum strandir.saudfjarsetur.is var úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna vegar um Arnkötludal og Gautsdal kærður og er nú til meðferðar hjá umhverfisráðuneytinu. Skipulagsstofnun hafði samþykkt vegagerðina með ákveðnum skilyrðum. Allnokkuð er síðan kærufrestur rann út, en ekki hefur tekist að afla fullnægjandi upplýsinga um hvað málið snýst. Þegar grennslast var fyrir um kæruna benti Skipulagsstofnun á Umhverfisráðneytið, en ekki hafa borist svör þaðan. Spurt var um eðli kærunnar, hvaða ferli tæki nú við og hvort þetta myndi tefja fyrirhugaðar framkvæmdir frá því sem að var stefnt.
Ekki hefur fundist umfjöllun um málið á vefjum Umhverfisráðuneytis, Skipulagsstofnunar, Leiðar ehf, Vegagerðarinnar eða sveitarfélaga á Vestfjörðum.