22/12/2024

Uppsveitin með tónleika í Hólmavíkurkirkju


Tónlistarhópurinn Uppsveitin úr Borgarfirði sem samanstendur af ungum tónlistarmönnum úr Borgarfirði leggur nú land undir fót. Í dag laugardaginn 7. apríl verða tónleikar með hópnum í Hólmavíkurkirkju, en þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar utan Borgarfjarðarsýslu. Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum, dægurlög og klassík, íslensk og erlend, gömul og ný. Aðgangseyrir er 1000 krónur, en tónleikagestir undir 12 ára aldri fá frítt inn.