22/12/2024

Uppbygging á Kópnesi styrkt

Á hreppsnefndarfundi á Hólmavík á dögunum var tekið fyrir erindi frá Félagi áhugamanna um varðveislu á Kópnesi á Hólmavík. Fyrirhuguð er endurbygging á húsunum sem eru frá öðrum áratug síðustu aldar og var leitað eftir stuðningi til sveitarfélagsins í því skyni. Tillaga kom fram um að styrkja verkefnið um 100 þúsund krónur að því tilskyldu að kostnaðaráætlun og reikningar fyrir framkvæmdakostnaði liggi fyrir.

Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu. Eysteinn Gunnarsson hreppsnefndarmaður vék af fundi við afgreiðslu málsins, þar sem hann er félagsmaður í áhugamannafélaginu. Ætlunin er að hefjast handa af krafti í sumar við endurbyggingu Kópness.

 

Tengdar fréttir:
Kópnes á Hólmavík