Í Kaupfélaginu á Hólmavík eru menn heldur betur komnir í jólaskap. Þar troða nemendur úr Tónskólanum á Hólmavík upp í dag milli kl. 17:00-18:00. Á Þorláksmessu mætir svo Heiða Ólafs á svæðið kl. 16:00 og áritar nýja diskinn sinn og tekur lagið fyrir gesti. Opnunartíminn er með þeim hætti til jóla í búðunum á Hólmavík og Drangsnesi að opið er á Þorláksmessu frá 9-22 og á aðfangadag frá 10-12. Lokað er á jóladag og annan í jólum. Söluskálinn á Hólmavík er opinn á aðfangadag frá 11-15 og á annan í jólum frá 14-20.