22/12/2024

Uppákoma á jólamarkaðinum

Söngskemmtun verður á jólamarkaði Strandakúnstar í félagsheimilinu á Hólmavík milli kl. 15:00 í dag sem Bjarni Ómar Haraldsson og Salbjörg Engilbertsdóttir troða upp. Jafnframt er boðið upp á vöfflukaffi á milli þrjú og fjögur. Salan hefur gengið vel undanfarið á markaðnum, en hann er opin frá 14:00-18:00 í dag. Markaðurinn verður einnig opinn fimmtudaginn 22. des og á Þorláksmessu á sama tíma. Þann 22. des. verður líka sungið á markaðinum, þá troða Gulli og Sigga upp.