22/12/2024

Unnið að sóknaráætlun Vestfjarða


Á dögunum var haldinn heilmikill fundur á Hólmavík þar sem saman kom fólk úr fjórum sveitarfélögum, Reykhólahreppi, Strandabyggð, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi. Þar voru tekin til umfjöllunar þau margvíslegu málefni sem til framfara horfa hvað varðar byggð og atvinnulíf á svæðinu. Einkum var rætt um sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu. Margar hugmyndir um úrbætur og tækifæri voru nefnd til sögunnar og auðvitað var líka talað um nauðsyn þess að jafna aðstöðu þeirra sem í landinu búa hvað varðar fjarskipti, aðgang að námi í heimabyggð, samgöngur, raforkuverð og margt fleira. 30-40 manns sátu fundinn.

Unnið að sóknaráætlun Vestfjarða í Hnyðju – ljósm. Jón Jónsson