22/12/2024

Undir áhrifum í Djúpavík á laugardaginn kemur

Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður opnar sýningu á verkum sínum í Hótel Djúpavík á Ströndum næstkomandi laugardag, þann 28. júlí kl. 15:00. Sýninguna nefnir hún Undir áhrifum. Dýrfinna heimsótti Djúpuvík og fleiri nálæga staði í fyrrasumar og varð fyrir sterkum áhrifum af umhverfi, fegurð og atvinnusögu svæðisins. Hún vann í kjölfarið nokkra gripi og setti saman myndverk sem verða til sýnis á hótelinu til loka ágústmánaðar. Allt áhugafólk er velkomið á opnunina og þeir sem verða á faraldsfæti þennan tíma sem sýningin stendur ættu að líta við á hótelinu og fá sér hressingu og litast um.