22/12/2024

Umtalsverðar hafnarframkvæmdir

Á síðasta fundi Hafnarnefndar Strandabyggðar var kynnt fyrirhuguð stækkun á flotbryggjunni á Hólmavík, en við mun bætast 30 metra flotbryggja norðaustan við núverandi flotbryggju sem sjálf mun einnig færast lítillega til norðausturs. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður rúmar 10 milljónir og er hlutur Strandabyggðar rúmar 2 milljónir. Fram kom að leitað hefur verið eftir tilboðum í dýpkunarframkvæmdir en dýpka þarf 1.400 m2 svæði. Einnig var fjallað um fyrirhugaðar framkvæmdir við hafskipabryggju, en samkvæmt samgönguáætlun er ætlunin að endurnýja stálþil, lagnir og þekju.

Áætlaður kostnaður við framkvæmdir við hafskipabryggjuna er 131 milljón og þar af hlutur Strandabyggðar rúmar 13 milljónir. Framkvæmdatími er áætlaður árin 2009 og 2010.