30/10/2024

Umsóknarfrestur í Nýsköpunarkeppni framlengdur um viku

Umsóknarfrestur í Nýsköpunarkeppni Vaxtarsamnings Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hefur verið framlengdur um eina viku og er skiladagur viðskiptaáætlana 22. apríl nk. Keppnin miðar að því að styðja við frambærilegar nýsköpunarhugmyndir og styðja frumkvöðla til framkvæmda með fjárframlagi og faglegri ráðgjöf. Þessar hugmyndir eiga svo að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Verkefnastjórar Atvest á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði veita umsækjendum ráðgjöf sé þess óskað og allar nánari upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, www.atvest.is.