Umhverfisdagur fyrirtækja og stofnanna verður haldinn á Hólmavík á morgun, fimmtudaginn 23. júní 2011. Er vonast eftir mikilli stemmningu við fegrun umhverfisins í tilefni dagsins. Fimmtudag geta fyrirtæki og stofnanir óskað eftir að starfsmenn Áhaldahúss Strandabyggðar fjarlægi rusl. Eru allir hvattir til að taka þátt í að fegra bæinn og nýta sér þessa þjónustu sveitarfélagsins. Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að hafa samband við Snorra Jónsson hjá Áhaldahúsi Strandabyggðar í síma 8614806.
Umhverfisdagur fyrirtækja og stofnanna á Hólmavík er
liður í hreinsunarátaki í Strandabyggð sem stendur yfir þessar vikurnar.
Nú eru allir Strandamenn sem vettlingi geta valdið að fagna sumri og
fegra umhverfi sitt. Hægt er að kaupa sumarblóm í mörgum litum og gerðum
hjá Drífu Hrólfsdóttur að Ósi: Stjúpur, hádegisblóm, nellikur,
morgunfrú, lobelia (hengiblóm), snædrífu, tópakshorn, margaritu og
sólboða. Síminn í blómasölunni er 898-5470 og 451-3370.
Lausamunir í landi Strandabyggðar
Nýtt
gámasvæði í Skothúsvík og nýtt geymslusvæði í landi Víðidalsár er ný
þjónusta við alla þá sem eiga gáma eða vantar geymslu undir tæki og tól
og aðra geymslumuni. Eru allir þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu
beðnir um að hafa samband við Áhaldahús Strandabyggðar. Eftir 8. júlí
2011 verður hafist handa við að hreinsa lausamuni af lóðum og landi í
eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar sem ekki er í útleigu. Eru allir
sem eiga muni á fyrrnefndum stöðum hvattir til að fjarlægja þá fyrir 8.
júlí 2011.
Umhverfisdagur á Hólmavík laugardaginn 25. júní
Umhverfisdagur
verður haldinn á Hólmavík laugardaginn 25. júní 2011. Íbúar eru hvattir
til að hreinsa til í kringum húsin sín og á opnum svæðum í hverfum
sínum. Sorpsamlag Strandasýslu verður með opið þennan dag auk þess sem
starfsmenn Áhaldahúss munu fara um bæinn og taka rusl á eftirfarandi
tímum:
– 14:00 Bláa hverfið.
– 15:00 Appelsínugula hverfið
– 16:00 Rauða hverfið
Umhverfisvikur í Gula hverfinu
Sorpsamlag
Strandasýslu vera með aukagáma fyrir timbur (ekki rekavið) og járnarusl
í Gula hverfinu á eftirtöldum stöðum í sumar:
– Bitrufjörður dagana 27. júní – 1. júlí 2011
– Kollafjörður dagana 4. – 8. júlí 2011
– Tungusveit dagana 11. – 15. júlí 2011
– Ísafjarðardjúp dagana 18. – 22. júlí 2011
Eru allir íbúar í Strandabyggð hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu og nýta sér þessa þjónustu.