Feðgar sem voru á leið til Ísafjarðar á aðfangadagsmorgun urðu fyrir því óhappi að hafna utanvegar á Ennishálsi. Óhappið varð í kröppu beygjunni í sunnanverðum hálsinum. Töluverð hálka var þegar þetta gerðist þannig að það skipti engu togum að þegar bíllinn kom í beygjuna þá fór hann út af veginum og lenti mjög harkalega. Hélst bíllinn þó á hjólunum, en varð óökuhæfur eftir. Enginn meiddist, en bílinn varð að fjarlægja með dráttarbíl. Þeir feðgar voru svo sóttir frá Ísafirði, en lögreglan á Hólmavík fór á móti þannig að þeir hafa væntanlega verið komnir heim fyrir jólin.
Ljósm. Sveinn Karlsson