22/12/2024

Um land allt og líka á Drangsnesi


Drangsnes verður til umfjöllunar í næsta þætti af Um land allt sem sýndur verður á Stöð 2 næstkomandi sunnudagskvöld að loknum fréttum kl. 18.55. Þar heimsækir Kristján Már Unnarsson Drangsnesinga, ma verður fylgst með löndun, bæði úr Skúla ST og Grímsey ST, og síðan tekið bryggjuspjall við sjómenn. Litið verður inn í Fiskvinnsluna Drang, beitingaskúr, skólinn heimsóttur og spjallað við krakka í þorpinu og sjálfsögðu farið í heitu pottana með Drangsnesingum. Fyrri þætti af Um land allt, sem m.a. hefur heimsótt Árneshrepp í tveimur þáttum og Skjaldfannadal við Djúp í tveimur þátt má nálgast á visir.is.