Tveir flutningabílar frá Strandafrakt á Hólmavík hafa verið í ullarleiðangri norður í Árneshrepp í dag, að sækja ull til bænda. Veghefill var á undan bílunum norður til að skafa svell, en bílstjórarnir Guðmundur Björnsson og Kristján Guðmundsson sögðu að þó væri glærasvell víða og sleipt. Aftaníkerra fauk á hliðina í Naustvík, en sæmilega gekk að rétta hana við.
Voru bílstjórarnir komnir norður um kvöldmat og lögðu af stað til baka um hálf ellefu í kvöld.
Frá þessu er greint á fréttavef Jóns Guðbjörns Guðjónssonar – www.litlihjalli.it.is.