22/12/2024

Tveir tímar í leik

Í þessum skrifuðum orðum eru aðeins tvær klukkustundir í leik Íslendinga og Svía á Evrópumótinu i handbolta sem fer fram í Noregi. Menn velta fyrir sér hvort svíagrýlan verði þá endanlega lögð af velli eða hvort hún gangi aftur, íslendingum til mikillar hrelli. Hægt verður að fylgast með leiknum á stóru tjaldi á Galdrasafninu á Hólmavík og útsending þar hefst klukkan 18:00 með EM-stofunni sem verður á dagskrá Sjónvarpsins. Leikurinn hefst síðan klukkan 19:15.