26/12/2024

Truflanir á netsambandi

Verulegar truflanir hafa verið á netsambandi síðustu tvo daga á ritstjórnarskrifstofum strandir.saudfjarsetur.is og hefur verið afar erfitt að vinna með myndir og slíkt hér á fréttavefnum og reyndar fréttir og allar aðrar uppfærslur líka. Vegna þessa eru uppfærslur í algjöru lágmarki þessa dagana. Vonast er til að úr rætist á næstunni, en t.d. bíða bráðskemmtilegar myndir af Hrútfirðingaballi um síðustu helgi birtingar og uppfærslur á afmæliskveðjum og fréttum ganga fremur illa.