23/12/2024

Tónverk úr náttúruhljóðum

Fimmtudaginn 5. júlí verður námskeið í Náttúrubarnaskólanum að venju, en að þessu sinni verður það með fremur óvenjulegu sniði. Tónlistarkonurnar Auður Viðarsdóttir og Lotta Fahlén ætla að heimsækja Náttúrubarnaskólann og bjóða börnunum sem mæta að skapa tónverk úr náttúruhljóðum. Fyrst verður farið út í náttúruna með upptökutæki eða snjallsíma til að safna alls kyns hljóðum og óhljóðum. Síðan verða hljóðin sett inn í tölvu og fleiri græjur. Þar verður síðan unnið með hljóðin, þau bjöguð og þeim breytt, til dæmis er hægt að búa til úr þeim trommutakt eða breyta þeim í rafhljóðfæri. Síðan er hægt að semja lag! Hér er einstakt tækifæri fyrir börn og unglinga sem hafa áhuga á tónlist, tölvum og tækni, til að læra nýjar kúnstir. Skráning á námskeiðið er á Facebook-síðu Náttúrubarnaskólans, í netfanginu natturubarnaskolinn@gmail.com eða hjá Dagrúnu yfirnáttúrubarni í síma 661-2213.