23/12/2024

Töluvert um að vera um Verslunarmannahelgina

Töluvert er um að vera um Verslunarmannahelgina á Ströndum fyrir Strandamenn og gesti þeirra. Sagnadagskáin Álfar og tröll og ósköpin öll er á dagskrá fimmtudag, föstudag og laugardag á Galdraloftinu á Galdrasafninu á Hólmavík kl. 21:00 og eru áhugasamir beðnir að panta miða fyrirfram. Á laugardagskvöldið verður matarveisla á Malarkaffi, nýja kaffi- og veitingahúsinu á Drangsnesi, og þarf að skrá þátttöku í síðasta lagi í dag. Sveitaball verður í Trékyllisvík á laugardaginn og spilar Danssveitin Cantabile. Þá verður kaffihlaðborð á Hótel Djúpavík á sunnudaginn og hefst kl. 14:00. Í dag og á sunnudaginn eru einnig áætlunarsiglingar með leiðsögn í Grímsey með Sundhana.