22/12/2024

Töframaðurinn Ingó Geirdal með sýningu á Hamingjudögum


Einn af hápunktum bæjarhátíðarinnar Hamingjudaga á Hólmavík 2012 verður á föstudagskvöldinu 29. júní, en þá mun Ingó Geirdal töframaður vera með magnaða töfrasýningu fyrir alla fjölskylduna. Skemmtunin hefst kl. 20:00 og verður í Félagsheimilinu á Hólmavík. Ingó er einn allra magnaðasti töframaður heims og hefur sýnt sín ótrúlegu töfrabrögð á fjölda skemmtana og í sjónvarpsþáttum í Evrópu og Asíu. Á sýningunni, sem tekur um eina og hálfa klukkustund, mun Ingó bjóða upp á mögnuð töfrabrögð, hugsanalestur og sjónhverfingar á heimsmælikvarða, í töfrasýningu sem rokkar.

Hægt er að fræðast nánar um bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík á vefsíðunni www.hamingjudagar.is og á Facebook síðu hátíðarinnar.