22/11/2024

Tímabært að huga að áramótabrennum

Ljósm. Ingimundur PálssonÍ fréttatilkynningu frá lögreglustjóranum á Vestfjörðum kemur fram að þeir sem hyggjast hlaða bálkesti til þess að kveikja í þeim á gamlárskvöld eða á þrettándanum skulu sækja um leyfi til þess fyrir 10. desember næstkomandi. Fyrir hverri brennu skal tilgreina lögráða ábyrgðarmann og með umsókn skal fylgja skriflegt starfsleyfi heilbrigðisnefndar, ásamt vottorði frá vátryggingafélagi um ábyrgðartryggingu vegna brennunnar. Jafnframt þarf umsókn um leyfi til sölu flugelda og til flugeldasýninga að berast fyrir 10. desember.

Umsóknareyðublöð og reglur um bálkesti og brennur, flugeldasýningar og sölu á flugeldum liggja frammi hjá öllum sýslumönnum, þá er einnig hægt að nálgast eyðublöðin rafrænt á heimasíðu lögreglunnar. Nánari upplýsingar veitir Harpa Oddbjörnsdóttir í síma 450 3700.