22/12/2024

Tilþrifaverðlaun í torfærunni

Í þættinum Ísland í dag síðasta föstudagskvöld var heilmikið viðtal við torfæruhjónin Daníel Ingimundarson og Maríu Antoníu en þau hafa verið að gera það gott í torfærunni síðustu vikur og María Antonía fékk tilþrifaverðlaun í síðustu torfæru fyrir skemmtilega skrúfu á bílnum Green Thunder í einni brekkunni. Nálgast má viðtalið undir þessum tengli. Leiðin liggur á Norðurlandamót í Finnlandi á næstunni, þar sem hjónin keppa bæði, en þessa dagana er verið að leita að sponsorum, auglýsendum og stuðningi, að sögn Daníels. Hægt er að hafa samband við hann í s. 869-6147 vilji menn auglýsa og nánari umfjöllun er á vefsíðunni www.123.is/thunder.