26/12/2024

Tilboð í vetrarþjónustu opnuð

Í dag voru opnuð hjá Vegagerð ríksins tilboð í vetrarþjónustu á leiðinni Guðlaugsvík-Hólmavík-Reykjanes frá 1. október 2006 til 31. maí 2009. Aðeins eitt tilboð barst í verkefnið sem felst í snjómokstri með vörubifreiðum ásamt stjórnun og eftirliti með snjómokstri, innan ramma marksamnings. Tilboðið var frá Ágústi Guðjónssyni á Hólmavík og hljóðaði upp á tæpa 21,5 milljónir. Tilboðið var töluvert yfir áætlun Vegagerðarinnar sem var upp á tæpar 10,9 milljónir.

Helstu magntölur (miðað við eitt ár) eru:

Vörubílar í snjómokstri og hálkuvörn

30.000

km

Verktími er frá 1. október 2006 til og með 31. maí 2009.

Bjóðandi

Tilboð kr.

Hlutfall

Frávik þús.kr.

Ágúst Guðjónsson, Hólmavík

21.480.000

197,4

0

Áætlaður verktakakostnaður

10.881.000

100,0

-10.599