07/11/2024

Tilboð í grjótgarð í Hólmavíkurhöfn opnuð

sól smábátahöfnÍ dag voru opnuð tilboð í lengingu grjótgarðs í Hólmavíkurhöfn, en hafnarstjórn Strandabyggðar bauð verkefnið út. Verkið felst í að lengja eystri grjótvarnagarð Hólmavíkurhafnar um 30 m og kemur grjótgarðurinn í stað fljótandi öldubrjóts sem áður var fyrirhugað að setja við enda garðsins. Lægsta boð átti Norðurtak ehf á Sauðárkróki 19.228.000.-, en Ísar ehf í Reykjavík bauð 19.260.000.-. Vélaþjónustan Messuholti ehf á Sauðárkróki bauð tæpar 27,3 milljónir. Boðin voru öll yfir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 17.775.000.-

Helstu verkþættir eru upptekt og endurröðun á 500 rúmmetrum af grjóti í garðsenda og að vinna efni í námu og byggja viðbótargarð úr um 5200 m³. Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. október 2015.