26/12/2024

Þýskunámskeið

Þýskunámskeið Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða hefst í Grunnskólanum á Hólmavík í kvöld en náðst hefur lágmarksþátttaka til að af námskeiðinu geti orðið.

Útlit er fyrir að Strandamenn geti enn aukið við þekkingu sína á hinum ýmsu sviðum því næst er á döfinni tölvunámskeið fyrir byrjendur. Áformað er að það byrji mánudaginn 31. janúar og verði á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl 20-22, en hugsanlegt er að vera önnur kvöld vikunnar ef það hentar hópnum betur. Leiðbeinandi verður Kristín Sigurrós Einarsdóttir grunnskólakennari. Í námskeiðslýsingu segir:

Námskeiðið er sniðið að þörfum þeirra er lítið eða ekkert kunna á tölvur. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að nota tölvuna til að skrifa texta, setja hann snyrtilega upp og prenta. Fara á Netið og taka á móti pósti og senda póst. Leita eftir gagnlegum upplýsingum á Netinu o.fl.

Skráning er hjá Fræðslumiðstöðinni eða Kristínu í síma 8673164 og á netfanginu stina@holmavik.is.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða hyggst bjóða upp á fleiri námskeið á Ströndum á vorönn og eru allar hugmyndir þar að lútandi vel þegnar. Þeim sem hyggja á námskeið er ennfremur bent á að kynna sér reglur síns stéttarfélags um námsstyrki.