22/12/2024

Þróunarsetri á Hólmavík fagnað

Nýtt líf að færast í gamla bæinnÞað er sannkallaður bjartsýnistónn í ályktun Héraðsnefndar Strandasýslu þar sem hún fagnar nýju Þróunarsetri á Hólmavík að Höfðagötu 3 og óskar Strandabyggð og Strandamönnum öllum til hamingju með starfsemi þess. Aðalfundur Héraðsnefndarinnar var haldinn á Hólmavík þann 28. apríl síðastliðinn og hljóðar ályktun sem samþykkt var í tilefni af opnun Þróunarsetursins svo:

"Aðalfundur Héraðsnefndar Strandasýslu haldinn á Hólmavík 28. apríl 2008 óskar Strandabyggð og Strandamönnum öllum til hamingju með nýtt þróunarsetur á Hólmavík. Héraðsnefnd telur aðstöðuna sem þarna er sköpuð vera Strandabyggð og öðrum þeim sem að framkvæmdinni komu til mikils sóma. Þróunarsetrið markar tímamót varðandi atvinnusköpun á svæðinu. Með tilkomu þess eru áréttaðir möguleikar á fjölbreyttari atvinnutækifærum og  vörn snúið í sókn. Nú liggur leiðin bara áfram."