22/12/2024

Þröstur skorar á Björn

Það er óhætt að segja að spennan í tippleik strandir.saudfjarsetur.is hafi verið ógnvænlega mikil í gær. Þá áttust við þeir Þröstur Áskelsson og Jón Jónsson í fjórða skipti eftir að hafa gert jafntefli í þremur fyrstu viðureignunum. Kapparnir skiptust mjög lengi og oft um að hafa forystuna en í lok leikjanna voru liðin farin að skora mörk sem dugðu Jóni betur en Þresti og því fór Jón með sigur af hólmi með fimm stigum gegn þremur. strandir.saudfjarsetur.is þakka Þresti því kærlega fyrir þátttökuna og hetjulega baráttu í leiknum, en hann hefur ákveðið að skora á Björn Fannar Hjálmarsson á Hólmavík að reyna sig við Jón um næstu helgi. Hægt er að sjá spár og umsagnir Þrastar og Jóns með því að smella hér, en einnig má sjá rétt úrslit hér neðar:

  LEIKIR

ÚRSLIT

JÓN

ÞRÖSTUR

  1. Charlton – Chelsea 

2

2

X

  2. Fulham – West Ham

2

X

1

  3. Sunderland – WBA

X

1

1

  4. Portsmouth – Birmingham

X

1

1

  5. Aston Villa – Tottenham

X

X

X

  6. Watford – Sheff. Utd.

2

1

X

  7. Reading – Crewe

1

1

1

  8. Wolves – Leicester

X

1

1

  9. Q.P.R. – Leeds Utd.

2

1

X

10. Cardiff – C. Palace

1

1

2

11. Brighton – Coventry

X

X

2

12. Plymouth – Burnley

1

2

1

13. Sheff. Wed. – Millwall

2

1

1

 

 

5 réttir

3 réttir