22/12/2024

Þrjú sveitarfélög á Ströndum í hópi sex fámennustu

Eyri í Ingólfsfirði - ljósm. JJSamkvæmt tölum Hagstofunnar um íbúafjölda 1. des. 2007 í einstökum sveitarfélögum er Árneshreppur fámennasta sveitarfélag landsins með 48 íbúa. Bæjarhreppur og Kaldrananeshreppur eru einnig í hópi sex fámennustu sveitarfélaganna með 102 íbúa hvor hreppur. Alls eru 79 sveitarfélög á landinu og þar af eru færri en 400 íbúar í 24 þeirra. Síðustu misseri hefur af og til verið rætt um að hækka lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi úr 50 og hefur talan 400 stundum verið nefnd þótt talan 1000 heyrist oftar. Ef lögum yrði breytt þannig að 400 íbúa lágmark væri í sveitarfélagi myndi sveitarfélögum á Vestfjörðum fækka a.m.k. úr 10 í 4.  

Íbúafjöldi í sveitarfélögum er sem hér segir samkvæmt tölum Hagstofu Íslands:

1. Reykjavík 117.721
2. Kópavogur 28.561
3. Hafnarfjörður 24.839
4. Akureyri 17.253
5. Reykjanesbær 13.256
6. Garðabær 9.913
7. Mosfellsbær 8.147
8. Sveitarfélagið Árborg 7.565
9. Akranes 6.345
10. Fjarðabyggð 5.111
11. Seltjarnarnes 4.428
12. Fljótsdalshérað 4.073
13. Vestmannaeyjar 4.040
14. Sveitarfélagið Skagafjörður 4.027
15. Ísafjarðarbær 3.963
16. Borgarbyggð 3.742
17. Norðurþing 2.970
18. Grindavíkurbær 2.760
19. Sveitarfélagið Álftanes 2.361
20. Hveragerði 2.274
21. Fjallabyggð 2.188
22. Sveitarfélagið Hornafjörður 2.120
23. Dalvíkurbyggð 1.951
24. Sveitarfélagið Ölfus 1.930
25. Rangárþing eystra 1.741
26. Sandgerði 1.723
27. Snæfellsbær 1.703
28. Rangárþing ytra 1.547
29. Sveitarfélagið Garður 1.451
30. Sveitarfélagið Vogar 1.225
31. Húnaþing vestra 1.150
32. Stykkishólmur 1.103
33. Eyjafjarðarsveit 1.009
34. Bláskógabyggð 972
35. Vesturbyggð 920
36. Grundarfjarðarbær 918
37. Bolungarvík 904
38. Blönduóssbær 895
39. Hrunamannahreppur 794
40. Seyðisfjörður 716
41. Dalabyggð 710
42. Vopnafjarðarhreppur 701
43. Hvalfjarðarsveit 683
44. Þingeyjarsveit 681
45. Flóahreppur 576
46. Skeiða- og Gnúpverjahreppur 535
47. Sveitarfélagið Skagaströnd 526
48. Strandabyggð 500
49. Mýrdalshreppur 488
50. Langanesbyggð 479
51. Skaftárhreppur 466
52. Húnavatnshreppur 451
53. Djúpavogshreppur 450
54. Hörgárbyggð 416
55. Skútustaðahreppur 403
56. Svalbarðsstrandarhreppur 385
57. Grímsnes- og Grafningshreppur 379
58. Fljótsdalshreppur 366
59. Grýtubakkahreppur 357
60. Tálknafjarðarhreppur 290
61. Reykhólahreppur 266
62. Aðaldælahreppur 261
63. Breiðdalshreppur 218
64. Súðavíkurhreppur 214
65. Akrahreppur 204
66. Kjósarhreppur 191
67. Arnarneshreppur 171
68. Ásahreppur 171
69. Borgarfjarðarhreppur 146
70. Eyja- og Miklaholtshreppur 130
71. Svalbarðshreppur 110
72. Skagabyggð 106
73. Grímseyjarhreppur 103
74. Bæjarhreppur 102
75. Kaldrananeshreppur 102
76. Tjörneshreppur 60
77. Skorradalshreppur 60
78. Helgafellssveit 58
79. Árneshreppur 48