22/11/2024

Þrístrendingur framundan

Framundan er skemmtihlaupið Þrístrendingur sem er árlegt skemmtihlaup frá því í fyrra. Hlaupið er um þrjár sýslur, þrjá heiðarvegi og að þremur fjörðum. Lagt er upp í hlaupið frá Kleifum í Gilsfirði og hlaupið um Steinadalsheiði norður í Kollafjörð (20 km), þaðan yfir Bitruháls að Gröf í Bitru (10 km) og loks um Krossárdal aftur suður að Kleifum (10,5 km). Það eru hlaupagarparnir og frændurnir Stefán Gíslason og Dofri Hermannsson sem standa fyrir viðburðinum í annað sinn, en í fyrra var um frumhlaup að ræða sem tókst svona líka skínandi vel.

Eins og síðast verður meira lagt upp úr að halda hópinn eða hópana og hlaupa sér til skemmtunar en að fara eins hratt og fætur toga. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins.