22/12/2024

Þrír sóttu um sýslumannsstarf

Þrír aðilar sóttu um embætti sýslumanns á Hólmavík, en eins og kunnugt er mun Áslaug Þórarinsdóttir láta af embættinu þann 1. janúar nk. og taka við embætti sýslumanns í Búðardal. Umsækjendurnir þrír eru Þorsteinn Pétursson, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Selfossi, Kristín Völundardóttir, deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og Birna Salóme Björnsdóttir aðstoðardeildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. janúar, en umsóknarfrestur rann út 16. desember.