22/12/2024

Þriggja daga óhollusta í Trékyllisvík

Í Árneshreppi var líf og fjör hátíðisdagana þrjá fyrir föstuna jafnt og annars staðar á landinu. Á bolludaginn var haldin félagsvist þar sem mættu nánast allir í sveitinni. Eftir spilamennskuna var bryddað upp á þeirri nýjung að hafa bögglaveiði með bollukaffi á eftir, þar sem boðið var upp á níu sortir af bollum og fóru allir saddir og sáttir heim. Nemendur og starfsfólks grunnskólans sprengdu sig svo á saltkjötsáti á sprengideginum áður en hver hélt til sinna heima í aðra saltkjötsveislu. Myndir frá hátíðisdögunum og meiri frásögn er að finna hér að neðan.

Á öskudagurinn fóru allir nemendur skólans í búninga, en nokkuð löng bið var eftir Silvíu Nótt sem mætti á svæðið með sérstakan förðunarfræðing. Nemendurnir gengu svo á bæina í víkinni og sungu fyrir fólkið með stæl og fengu nammi að launum. Þegar því var lokið hófst hin árlega öskudagsskemmtun. Það var farið í allskonar leiki, gettu betur, ásadans, stóladans, kústadans, limbó og svo dagblaðadans sem er einna vinsælastur. Kötturinn var að sjálfsögðu sleginn úr tunnunni og var gengið rösklega til þess verks. Tunnukóngur varð Ellen Björnsdóttir á Melum og sælgætið úr tunnunni dreifðist jafnt á alla. Eftir þessa þriggja daga óhollustu þykir ljóst að hreppsbúar þurfi að taka sig á og snúa sér að grænmetinu.

Silvía Nótt á útopnu. Skiluru?