30/10/2024

Þriðja umferð tippleiksins

Þá er komið að þriðju umferð tippleiks strandir.saudfjarsetur.is. Í fyrstu tveimur umferðunum hafa þeir Þröstur Áskelsson og Jón Jónsson gert tvö jafntefli en nú virðast þeir báðir vera staðráðnir í að sigra viðureignina þessa helgi. Þrátt fyrir þær göfugu fyrirætlanir eru spár þeirra enn og aftur furðulega líkar; táknin eru eins við tíu leiki af þrettán. Það eru því miklar líkur á því að keppnin verði afar spennandi og rík ástæða fyrir alla áhugamenn um getraunir og enska boltann að kíkja á spár og umsagnir kappanna, sem eru að mörgu leyti athyglisverðar – t.d. setur annar keppandinn heimasigur á alla leikina.

Spár og umsagnir Þrastar og Jóns um leiki helgarinnar (auk nokkurra nettra skota þeirra á milli) má sjá hér að neðan:


1. Tottenham – Liverpool

Þröstur: Þótt Tottenham séu komnir með gott lið, dugar það engan veginn gegn hinu stórkostlega liði Liverpool! Liverpool einfaldlega laaangbestir!! Tákn: 2.

Jón: Tottenham fer létt með þennan leik, það eru eingöngu þeir sem hafa einhverjar ranghugmyndir um getu Liverpool sem fara flatt á þessum leik. Hér fer Þröstur flatt. Tákn: 1.

+++

2. Chelsea – Sunderland

Þröstur: Chel$ki tekur þetta létt, því miður. Sunderland einfaldlega of slappir til að eiga séns. Tákn: 1.

Jón: Sunderland sér aldrei til sólar í þessum leik, það verður ekki bara leikur kattarins að músinni heldur fílsins að flónni. Tákn: 1.

+++

3. Birmingham – Charlton

Þröstur: Charlton hefur farið vel af stað og unnið alla sína leiki til þessa. Þeir mega þó teljast heppnir að ná jafntefli hér. Tákn: X.

Jón: Öruggur heimasigur í þessum leik, spái ég. Þröstur fer flatt á því að halda að Hermann Hreiðars og Rúrik Gíslason bjargi Charlton. Það verður ekki. Tákn: 1.

+++

4. Newcastle – Fulham

Þröstur: Owen komin til Newcastle, skelfilegt. Það þýðir að þeir gætu farið að skora mörk, sem þýðir að því seinkar eitthvað að Souness verði rekinn, því miður. Tákn: 1.

Jón: Newcastle á eftir að eiga góða leiktíð þetta árið. Tákn: 1.

+++

5. Everton – Portsmouth

Þröstur: Everton, pínulitla liðið í Liverpoolborg, valta yfir Portsmouth, sem eru heldur slappir þessa stundina. Auk þess lofaði ég vinnufélaga mínum að tippa á Everton – maður verður nú að halda friðinn í vinnuni. Tákn: 1.

Jón: Ég hef tröllatrú á Everton þetta árið, en held hins vegar að Þröstur fari flatt á þessum leik. Liverpool aðdáendur eru líka vanir að hafa ranghugmyndir um Everton einhverra hluta vegna. Tákn: 1.

+++

6. WBA – Wigan

Þröstur: Hörkuslagur, mikið af mörkum, gulum spjöldum og jafnvel rauð. Tákn: X.

Jón: Wigan er búið að vinna leikinn sem þeir vinna fyrir jól. Tákn: 1.

+++

7. Sheff. Utd. – Ipswich

Þröstur: Fá lið munu sækja stig á heimavöll Sheff Utd í vetur. Ipswich verður ekki í hópi þeirra fáu. Tákn: 1.

Jón: Þessi er dálítið snúinn. Held samt að heimavöllurinn geri gæfumuninn. Tákn: 1.

+++

8. Coventry – Reading

Þröstur: Coventry hlýtur að fara að detta í gang, og ég er pottþéttur á því að nýji heimavöllurinn sem þeir hafa aldrei tapað á verði þeim til heilla á laugardaginn. Tákn: 1.

Jón: Spái því að Þröstur spái jafntefli í honum þessum. Ég hins vegar sá brot af leik með Coventry um daginn á móti Southampton. Þeir voru býsna vel spilandi. Reading á engan séns. Tákn: 1.

+++

9. Luton – Wolves

Þröstur: Luton farið vel af stað, og verða erfiðir heim að sækja. Tákn: 1.

Jón: Já, Þröstur á eftir að klikka á þessum leik, hann hefur taugar til Úlfanna eins og margir aðrir. Heima-sigur. Tákn: 1.

+++

10. Southampton – QPR

Þröstur: Hið ömurlega lið Southampton mun því miður ná sigri hér, þrátt fyrir hetjulega baráttu QPR. Tákn: 1.

Jón: Southampton á ekki heima í þessari deild, bursta QPR. Tákn: 1.

+++

11. C. Palace – Hull

Þröstur: Hummm… ja…Palace rústar Hull..ja..já. Tákn: 1.

Jón: Einu sinni vann ég með fullt af fólki frá Hull (eða Úll eins og þeir segja). Enginn þeirra hélt með sínu liði. Ekki ég heldur. Tákn: 1.

+++

12. Stoke – Watford

Þröstur: Íslendingaliðið Stoke virðast ætla að gera nýja hluti, geta eitthvað í fótbolta! Strákarnir hans Eltons, íslendingalausir, lúta í gras. Tákn: 1.

Jón: Hlutabréfin í Stoke sveiflast um helgina, heimasigur verður það, en mikið strögl. Tákn: 1.

+++

13. Leicester – Sheff. Wed.

Þröstur: Bæði lið slök. Leicester á heimavelli, Wednesday svolítið lélegri. Tákn: 1.

Jón: Þessi er býsna erfiður og mér finnst ótrúlegt annað en Þröstur klúðri þessu með því að spá jafntefli. Þess vegna veðja ég á heimasigur. Tákn: 1.

+++

Þröstur: Það ætlar að ganga illa að sigra Jón. Ég ætla að lofa því að það verður ekki jafntefli í þetta skiptið. Jón MUN klikka á þessu núna. Vonandi… Liverpoolkveðja, Þröstur. You’ll never walk alone.

Jón: Í undanförnum tveimur umferðum hefur komið í ljós að við Þröstur kunnum ekkert að spá, erum bara með 5 og 6 rétta. Það er hneyksli. Til að við séum ekki að þessu ströggli með jafnmarga rétta fram að áramótum ætla ég því að leggja spádómsgáfuna á hilluna í þessari umferð og taka hann á tölfræðinni.
Það verður létt.

Nú er bara að bíða og sjá hvor þeirra hefur rétt fyrir sér!