22/11/2024

Þriðja og síðasta bindi Islandia komið út

L'empreinte du sorcierÞriðja bindi í þriggja bóka teiknimyndaseríunni Islandia eftir franska höfundinn
Marc Védrines kom nýverið út í Frakklandi en eins og kunnugt er þá sækir
höfundurinn innblástur í Galdrasýningu á Ströndum. Aðalsöguhetjan er franskur
piltur á táningsaldri, Jacques að nafni, sem réði sig um borð í franskt
fiskiskip í fyrsta bindinu og hélt til veiða við strendur Íslands á 17. öld.  Í
öðru bindinu er fylgst með dularfullri og ævintýralegri ferð hans um Strandir,
Vestfirði og víðar um landið. Í þriðja bindinu sem heitir L’empreinte du sorcier
og gæti útlagst sem Í fótspor galdramannsins á íslensku lýkur svo ævintýri
söguhetjunnar og þessarar skemmtilegu teiknimyndaseríu.

bottomHöfundurinn, Marc Védrines, kom í heimsókn á Galdrasýningu á Ströndum fyrir nokkrum árum og heillaðist svo af viðfangsefninu að hann ákvað að næsta myndasería sín skyldi fjalla um galdra á Íslandi. Sem stendur hefur teiknimyndaserían einungis verið gefin út á frönsku en vonir standa til að hún komi einnig út á Íslandi.

Marc teiknar söguna sjálfur og semur hana. Útgefandi teiknimyndabókaflokksins Islandia í Frakklandi er Dargaud sem er stærsta forlag teiknimyndasaga í Frakklandi og eitt það stærsta í heimi. Hér að neðan er að sjá nokkrar teikningar úr bókinni.

Myndir_af_folki/150-marc_vedrines.jpg

1


Forsíða 3. bindis

galdrasyning/580-islandia3-bl3.jpg
Forsíða 2. bindis

galdrasyning/580-islandia-stor.jpg
Forsíða 1. bindis