23/12/2024

Þorrablót í Sævangi

Þorrablót Bitrunga, Kollfirðinga og Tungusveitunga verður í Sævangi 18. febrúar. Bára Karlsdóttir sér um matinn og Kollfirðingar um skemmtiatriði þetta árið. Gulli og Sigga leika síðan fyrir dansi fram eftir nóttu. Sú nýbreytni er viðhöfð að þessu sinni að allir verða að panta miða á blótið fyrir sunnudaginn 12. feb.  Hægt er að panta miða hjá Vigni Pálssyni í síma 451-3532 og Fjólu Jónsdóttur í síma 451-3385 eða senda tölvupóst á netfangið vsop@snerpa.is. Fyrir þá sem hafa áhyggjur af undankeppninni fyrir júróvisjón skal benda á það að hún er endursýnd í sjónvarpinu þann 19. febrúar.