30/10/2024

Þorrablót á Hólmavík og fleiri framundan

580-holmatorri2

Þorrablót var haldið á Hólmavík um síðustu helgi og mikið um dýrðir. Café Riis sá um veislumatinn og nefndin fór með gamanmál og glens að venju. Á eftir spilaði hljómsveitin Kokkteill fyrir dansi. Næstu þorrablót á Ströndum verða 14. febrúar, en þá eru þorrablót bæði á Borðeyri og Drangsnesi og verður það síðarnefnda með rómantísku ívafi í tilefni af Valentínusardeginum. Þá hefur verið ákveðið að Góugleðin á Hólmavík verði haldin 7. mars og mun hljómsveitin Veðurguðirnir troða upp þar, þannig að það er um að gera að taka þessa daga frá.

 580-holmatorri2 580-holmatorri3

Frá leikþáttum á Þorrablótinu – ljósm. Kristín S. Einarsdóttir