22/12/2024

Þorrablót á Hólmavík

640-torri11
Laugardaginn 26. janúar verður haldið hið árlega þorrablót í félagsheimilinu á Hólmavík. Húsið opnar kl 19:30. Maturinn kemur frá Cafe Riis og hljómsveitin Þorraþrælar leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Aldurstakmark á blótið er 18 ár, en drykkir eru ekki seldir á staðnum. Forsala aðgöngumiða verður í félagsheimilinu fimmtudaginn 24. janúar kl. 17:00-18:30 og er miðaverð kr. 6.500.- (ekki tekin kort). Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 847-1864 (Bryndís). Ennþá eru örfá sæti laus, svo að áhugasamir skulu endilega drífa sig að panta miða.