30/10/2024

Þorrablót á Hólmavík 30. janúar

Árlegt þorrablót er fyrirhugað á Hólmavík þann 30. janúar næstkomandi. Nefndin hefur hafið störf og er bara nokkuð vongóð um að blótið verði hin besta skemmtun. Blásið er á allt krepputal og stefnan sett á að miðaverð hækki ekki mikið og helst ekki neitt frá síðasta ári. Næstu daga verður gengið í hús á Hólmavík með skráningarlista til að skrá þátttöku og hringt í þá sem í hinum dreifðu byggðum sveitarfélagsins búa. Aldurstakmark á blótið er 18 ár.