22/12/2024

Þorrablót á Borðeyri

580-bordeyri1

Þorrablót UMF Hörpu og kvenfélagsins Iðunnar verður haldið í skólahúsinu á Borðeyri þann 20. febrúar. Hljómsveitin Ljósbrá heldur uppi fjöri og matur kemur frá Dalakoti í Búðardal. Miðaverð er 7000kr á allt saman, 2500kr bara á dansleik. Um miðapantanir sjá Katrín Kristjánsdóttir (892-2942), Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir (849-9852) og Olivia Weaving (451-1156). Á gleðskapnum verður Þorri kvaddur og Góu heilsað, nefndin hvetur fólk til að mæta öll hress og kát og hafa gaman. Viðburðurinn er nánar auglýstur á Fésbókinni.