Matvælastofnun hefur gert þjónustusamning við Gísla Sverri Halldórsson, dýralækni, um að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu á þjónustusvæði 2, (Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Bæjarhreppur), sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 846/2011 um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Um skammtímasamning er að ræða sem gildir á tímabilinu 1.05.2012-1.06.2012. Áfram er unnið að því að tryggja varanlega dýralæknaþjónustu á þjónustusvæði 2. Gísli Sverrir mun hafa aðstöðu að Ægisbraut 19 í Búðardal en símanúmer hans eru 434-1122 og 862-9005.