22/12/2024

Þjónustunámskeið á Ströndum næsta fimmtudag

Námskeið fyrir starfsfólk í þjónustustörfum verður haldið á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík n.k. fimmtudag kl. 9:00-15:00. Útflutningsráð stendur fyrir námskeiðinu og Samtök ferðaþjónustunnar og ATVEST hafa aðkomu að því. Fyrirlesari námskeiðsins verður Margrét Reynisdóttir frá Útflutningsráði og skráning á námskeiðið er hjá Viktoríu Rán Ólafsdóttur  í síma 451 3521 eða í netfanginu viktoria@atvest.is. Námskeiðið mun nýtast starfsfólki sem vinnur við hverskyns þjónustustörf og markmiðið með því er að gera góða starfsmenn enn betri.

Dagsetning: fimmtudagurinn 15. júní, kl. 9-15.
Staðsetning: Café Riis, Hólmavík
Námskeiðslengd: 6 klst
Verð: 3.200 kr
Fyrirlesari: Margrét Reynisdóttir

Námskeiðslýsing:
 
Áhrif starfsfólks í samkeppni. Afburðaþjónusta hefur áhrif á framtíðarviðskipti.
Hvað felst í góðri þjónustu:  Fimm helstu áhrifaþættir á mat viðskiptavina á gæði þjónustu og ánægju.

  • Áreiðanleiki
  • Viðbragðsflýtir
  • Ásýnd
  • Traust
  • Viðmót

 Þátttakendur fá tækifæri til að tileinka sér aðferðafræðina. Úrbótalistar gerðir fyrir eigin þjónustu, eyðublöð og æfingar. 

Hagnýt dæmi:
Að taka á moti og vinna úr kvörtunum. Tækifæri til að bæta þjónustu og halda viðskiptatryggð. Af hverju sumir kvarta ekki og áhrif þess.