05/11/2024

Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum

Þjóðhátíðarsjóður hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna ársins 2009, en sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi 1974. Frá þessu segir á www.vestfirskmenning.is. Tilgangur Þjóðhátíðarsjóðs er að veita styrki til þeirra sem hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Styrkir úr sjóðnum eru hugsaðir sem  viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verða ekki til þess að lækka önnur opinber framlög eða draga úr stuðningi annarra. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst.

Sjóðurinn hefur um 30 milljónir á ári til úthlutunar styrkja, en hann tæmist og úthlutunum úr honum lýkur 2010 vegna ársins 2011. Er þá reiknað með að sjóðurinn hafi þegar úthlutað öllu fé sínu í samræmi við tilgang hans.

Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem finna á vefsíðu Seðlabanka Íslands http://www.sedlabanki.is/?PageID=28. Enn fremur má nálgast eyðublöð í afgreiðslu Seðlabankans, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík.

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2008 og er stefnt að því að úthlutað verði úr sjóðnum 1. desember 2008 með athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Umsóknir skal senda Þjóðhátíðarsjóði, Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir ritari sjóðsins í síma 569 9622 eða netfanginu: thjodhatidarsjodur@sedlabanki.is.