22/12/2024

Þjóðhátíðarkaffi á Sauðfjársetrinu í Sævangi

Það verður að venju veglegt þjóðhátíðarkaffihlaðborð á boðstólum á Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardaginn 17. júní. Hlaðborðið stendur frá kl. 14:00-18:00 og heyrst hefur að Skúli Gautason mæti með gítarinn kl. 15:00 eða þar um bil. Verðið fyrir veitingarnar er 1.800.- fyrir 13 ára og eldri og 1.000.- fyrir 7-12 ára. Vonast er til að sem allra flestir láti sjá sig í Sævangi á þjóðhátíðardaginn, en hefðbundin skemmtiatriði verða ekki á dagskrá á Hólmavík að þessu sinni.