22/11/2024

Þéttbýlisstaðir á Ströndum

Drangsnes - ljósm. JJRitstjórn strandir.saudfjarsetur.is gerir töluvert af því að rýna í mannfjöldatölur Hagstofunnar. Hólmavík er fjórði stærsti þéttbýliskjarni Vestfjarða eins og sjá má í töflu hér að neðan. Á Hólmavík búa 381 og þorp með sambærilegan íbúafjölda á landsvísu eru helst Hellissandur (391) og Flúðir (363). Á Drangsnesi búa nú 61, en sambærilegir staðir eru helst Bakkafjörður (74), Nesjakauptún (74), Árbæjarhverfi (66), Laugabakki (64), Kleppjárnsreykir (53) og Hallormsstaður (50). Borðeyri með sína 25 íbúa hefur lengi verið einn fámennasti þéttbýlisstaður á landinu, en svipaður íbúafjöldi er nú á Eiðum (35), Rauðalæk (34), Skógum (25) og Krossholti (19).

Íbúafjöldi á þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum er eftirfarandi 1. des. 2007 samkvæmt Hagstofu Íslands:

Ísafjörður 2.693
Bolungarvík 904
Patreksfjörður 622
Hólmavík 381
Suðureyri 304
Þingeyri 298
Flateyri 287
Tálknafjörður 275
Hnífsdalur 235
Súðavík 180
Bíldudalur 175
Reykhólar 129
Drangsnes 61
Borðeyri 25
Krossholt 19