21/11/2024

Þemavika á Drangsnesi

Yngstu börnin skemmta gestum á árshátíðinni.Alla síðustu viku var þemavika í Grunnskólanum á Drangsnesi rétt eins og á Hólmavík, sem lauk með árshátið skólans á föstudagskvöld. Á árshátíðinni voru flutt tvö leikrit ásamt því að nemendur sungu. Nemendur leikskólans tók einnig þátt og sungu nokkur lög. Þemavikan gekk reyndar út á leikræna tjáningu þar sem lokahnykkur hefur verið lagður á æfingar á leikritunum sem sýnd voru. Myndir af fjörinu er að sjálfsögðu að finna í myndasafninu hér á strandir.saudfjarsetur.is.

Mið- og eldri deild sýndu gamanleikinn Á svið! eftir Rick Abbot á meðan yngsta deildin sýnir stutt-einþáttunginn Kóngsdóttir vill giftast sem er stutt, gamansamt atriði án höfundar. 

Þemavikan í Grunnskólanum var þverfagleg þar sem hver morgun hefur byrjað á því að nemendur safnast saman til að æfa söng. Einnig hefur verið unnið í leikmyndagerð sem kemur inn á smíði og myndmennt. Einhverjir búningar og fylgihlutir hafa verið töfraðir fram sem kemur inn á handavinnu. Að auki hafa nemendur verið í leikrænni tjáningu sem kemur inn á lífsleikni. Þeir hafa einnig séð um auglýsingar og leikskrá fyrir árshátíðina sem kemur inn á tölvu- og upplýsingamennt og íslensku og einnig skapandi skrif. Já, og þetta var allt fyrir utan æfingarnar á leikritunum. Á föstudaginn uppskáru nemendur laun erfiðis síns þegar árshátíðin var haldin og páskafríið hófst í kjölfarið.

.
Fleiri myndir frá árshátíðinni og þemavikunni hjá Grunnskólanum á Drangsnesi er að finna í myndasafninu hér á strandir.saudfjarsetur.is.