Meðal þeirra staða á Ströndum sem eru tilvaldir til heimsækja til fuglaskoðunar er Bjarnarfjörður á Ströndum. Þar er fuglalífið fjölskrúðugt og gaman að fylgjast með hegðun fuglanna, atferli og framkomu. Ritstjóri strandir.saudfjarsetur.is var á ferð um Bjarnarfjörðinn í gær og smellti af nokkrum myndum og ákvað síðan í tilefni dagsins að bregða á leik. Nú er spurningin – þekkir þú þessa þrjá fugla sem eru á myndum hér að neðan? Ef svo er sendu þá til okkar nöfnin á þessum tegundum á info@holmavik.is áður en klukkan slær 12 á miðnætti.
Furðufuglar í Bjarnarfirði – ljósm. Jón Jónsson