05/11/2024

Teistuvarp á Ströndum í hættu

Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins er grein eftir fuglafræðingana Jón Hall Jóhannsson og Björk Guðjónsdóttir um teistuvarp á Ströndum. Er þetta seinni greinin af tveimur sem birst hafa um rannsóknir þeirra á teistuvarpinu og fjallar þessi grein um afrán minks í teistuvarpinu.

Teistur

natturumyndir/580-teistur4.jpg

Teistur á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð, þar er nú eitt stærsta teistuvarp á Ströndum og það eina sem hefur stækkað síðustu ár – ljósm. Jón Jónsson