22/12/2024

Tafir á úrskurði um Arnkötludal

Úrskurður vegna mats á umhverfisáhrifum vegar um Arnkötludal dregst fram í lok janúar 2006. Þetta kemur fram á vef Leiðar ehf – www.leid.is. Fyrirtækið beindi í gær fyrirspurn til Umhverfisráðuneytis um hvenær það myndi úrskurða um kæru sem barst vegna niðurstöðu Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Arnkötludalsvegar. Um er að ræða kæru frá 14. október sem Vegagerðin beindi til ráðuneytisins vegna niðurstöðunnar um umhverfismatið og þeirra skilmála sem Skipulagsstofnun setti vegna framkvæmdanna en þeir virtust geta tafið framkvæmdir.

Í svari ráðuneytisins í dag segir að vegna anna hafi afgreiðsla kærunnar dregist umfram þann frest sem ráðuneytið hafi að lögum, en áætlað sé úrskurðað verði í málinu í lok janúar 2006. Ráðuneytið átti að skila niðurstöðu í síðasta lagið þann 9. desember hefði það farið að lögum.