22/12/2024

Tafabætur vegna Íþróttamiðstöðvar?

Íþróttamiðstöð HólmavíkurÁ hreppsnefndarfundi Hólmavíkurhrepps í vikunni var rætt um hugsanlegar tafabætur vegna byggingar Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur sem var tekin formlega í notkun á dögunum. Samkvæmt útboðsgögnum mun vera heimild fyrir að innheimta tafabætur frá verktaka vegna dráttar sem varð á verklokum umfram það sem umsamið var í samningi um byggingu Íþróttamiðstöðvarinnar. 


Sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps, Ásdís Leifsdóttir, lagði til á fundinum að farið yrði fram á dagsektir. Hreppsnefndin samþykkti síðan samhljóða að fela sveitarstjóra að kanna rétt Hólmavíkurhrepps til þess að innheimta slíkar tafabætur.